afsakið og fyrirgefðu

Í gær var ég eitthvað pirruð, frekar en reið, og því í ódýrari tilfinningunum, eins og pirringi. Var þessvegna með stæla og derring, langaði að æla einhverju yfir internetið um fulltrúalýðræðið og kjózendur og venjulegt fólk sem á ekki krónu með gati og actually fer og kýs Zjálfstæðisflokkinn. Mig langaði til að finna þetta fólk á internetinu og segja við það: er einhver sem kemur heim til þín á kvöldin og sprautar þig með vangefnlingasprautunni? Hvernig er að vera svona ógeðslega heimskur? Hvernig er að sitja alltaf í eigin pissupolli og kunna ekki að standa upp til að skipta um buxur? Osfrv.

Ég þoli ekki þegar mér líður svona, svona ódýrri, ég vil stóru tilfinningarnar, ást og bræði, báðar mjög dýrar eins og dæmin úr mannkynssögunni sanna, ég hef einfaldan smekk og vel aðeins það besta. 

Allavega, pirringurinn lét mig segja að ég þyrfti ekki á svokölluðu RÚV að halda, því sem ég kalla útvarpið og sjónvarpið, afþví ég hefði internet og úti, með sjó. 
En auðvitað er þetta ekki satt. Sveiþví og derringnum. Því þó að mér finnist söngvakeppni sjónvarpsstöðva vera beastly lágmenning og fokking alltaf (!) á dagskrá, og þó að ég þoli ekki fótbolta og hrúgur af fólki með fána á sér, þó að ég þoli heldur ekki Útsvar, og hlusti aldrei á rás 2, og þó að ég vilji ekki einu sinni vita afþví að Gísli Marteinn sé á sunnudögum að jákvæðnizombía með elítunni, þó að mér finnist veggskreytingarnar í Efstaleyti af öllum stjörnum RúVs (öllum þessum 5) fyrir neðan allar hellur og þannig að ég skammast mín fyrir þeirra hönd þegar ég sé þær, þá er fáránlegt að vera með stæla og derring á sorgarstundu. 

Þannig að í nafni einhverra bylgna leyfi ég stóru tilfinningunum að koma og upplifi öldurnar, segi sannleikann. Og þær eru stórar eins og niðri við sjó, úti, heima hjá mér þegar veturinn og dimman eru komin. 

Ég hlusta alltaf á útvarpið á morgnana áður en ég fer að vinna. Og ég hlusta alltaf á Lönu Kolbrúnu á leiðinni heim úr vinnunni á föstudögum. Og ég hlusta oft á Viðsjá, sjaldnar núna en oftar í hinu svokallaða hruni og hinni svokölluðu byltingu. Og ég hlusta á helvítis Vikulokin, sem er náttúrlega fáránlegt og ekki til að segja frá. Og ég hlusta á Enduróm úr Evrópu og Til allra átta. Og líka oft á útvarpsleikhúsið og fjandinn hafi það allt mögulegt annað sem er bara í gangi þegar ég kveiki á útvarpinu. Sem heima hjá mér er alltaf stillt á útvarpið, sem sumir kalla Rás 1 og ég bara útvarpið. Mér finnst ég hlusta lítið afþví að ég var svo kompölsívur útvarpshlustari einu sinni og er það ekki lengur og ég er oft fúl yfir því að Rás 1 er ekki eins og NPR. En oftast þó svaka fegin að það er enn hægt að kveikja á útvarpinu, að það er ennþá til, þrátt fyrir allt, þrátt fyrir nútímann og alla vini hans, þrátt fyrir hatursáróðurinn og sabotasið. Þrátt fyrir Valhöll og alla peningana. 

Semsagt, það á að vera þarna, útvarpið og ég vissi að þetta yrði svona, að þau myndu akkúrat gera þetta, but ofcourse! Ég man að sumir á Facebook reyndu eitthvað að hressa sig eftir kosningar á því að Illugi væri nú mennta og menningarmálaráðherra og þá gæti þetta varla orðið svo slæmt af því hann væri svo kúltíveraður og þá fór maður að hlægja, ahahahahaaa, you people so dumb! Fokk! Ég vissi alveg að þetta yrði svona, því nú lifum við á tímum shock doctrinsins, nú skal plata, refsa, skemma, stela alveg nonstop, þeim hefur verið afhent allt aftur, Ísland og fólkið sem á heima hér, hrúga af liði til að arðræna og plata og reka svo og ráða svo kannski aftur á lægri launum og með engin réttindi, bara örvæntinguna sér við hlið, blankheitin. Hólý shit hugsaði Illugi, nú er þó bezt að flýta sér, koma so! Ég vissi að hann væri að hugza nákvæmlega það, því en ekki hvað? Hafiði aldrei séð kúltíveraða elítu áður? Díses. Ræningjabarónarnir í New York fyrir hundrað árum síðan voru svo kúltíveraðir að þeir fluttu inn Evrópu, sér til dægradvalar og indisauka og til að kenna sér á píanó. En þeim var alveg sama þó að enginn annar fengi að læra að spila. Svo lengi sem þeir gátu það. 

Ég vissi það en er samt á bömmer og í sjokki. Einhverskonar viðverandi sjokki yfir nútímanum, yfir því að –democracy becomes the scandal of casino capitalism-its ultimate humiliation.-*
Endalaus niðurlæging, guð en ömurlegt. 

En já, fyrirgefðu mér útvarp að ég var með stæla í gær. Ég var bara svo pirruð, og mér fannst betra að vera pirruð en á bömmer og ég fann ekki bræðina, og mig langaði ekki að vera sorgmædd og kvíðin. Mig langaði ekki að lifa mig inní neitt. Mig langaði ekki í meira tap. Mig langaði ekki að skæla.

En svo fór ég auðvitað að skæla í dag, í bílnum á leiðinni heim að hlusta á útvarpið. Sem er þarna ennþá, en bara næstum því.
Takk og skæl útvarp, takk fyrir að lesa fyrir mig Tordýfilinn flýgur í rökkrinu eftir Mariu Gripe þegar ég var lítil. Shit hvað ég var spennt og hrædd. Takk fyrir það. Gullbylgjan er ekkert að fara að lesa fyrir börnin draugalegar sögur. 
Og sorrý að ég var með stæla í gær, ég skammast mín.

*zombie politics in the age of casino capitalism, inngangur. 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s