zindabad, gamli maður, ég elska þig

Noam Chomsky á afmæli. Hann er orðinn 85 ára. Ég elska hann. Ég varð ástfangin af honum þegar ég las þetta, minningu hans frá deginum þegar Bandaríkin köstuðu kjarnorkusprengju í allt fólkið í Hiroshima, hann var þá sextán ára:

 I remember that I literally couldn’t talk to anybody. There was nobody. I just walked off by myself. I was at a summer camp at the time, and I walked off into the woods and stayed alone for a couple of hours when I heard about it. I could never talk to anyone about it and never understood anyone’s reaction. I felt completely isolated.

Ég las þetta í ritgerð eftir Arundhati Roy, The Loneliness of Noam Chomsky.

Ég hitti herra Chomsky í sumar á flugvellinum í Boston. Ég sat með börnunum og var bíða þegar ég sá mann koma gangandi, mann sem ég kannaðist ógurlega við. Hann kom nær og ég fattaði að þetta var hann sjálfur og stundi upp við Nonna: þetta er Noam Chomsky, og ég haltraði í áttina að honum (ég var pínku fótbrotin, þessvegna haltraði ég) og hneigði mig og rétti fram hönd, svona eins og Sigmundur Davíð gerir þegar hann hittir fínt fólk og sagði: ohmygod, ohmygod, mister Chomsky, ohmygod, I cant believe this, ohmygod, I’m such a fan, this is amazing, ohmygod, I really really am just such a fan, wow, this is amazing!

Mjög vel orðað, þó ég segi sjálf frá.

Herra mister Chomsky var dásamlegur, hann tók í hendina á mér og brosti blíðlega og spurði hvaðan ég væri og sagði svo eitthvað um Ísland. Og ég svaraði því með ohmygod, wow.

Svo sýndi ég smá vit og bað um mynd og hann sagði ekkert mál. Og hér er myndin, á henni má sjá mister Chomsky, barnabarn hans, sem ég tók líka í hendina á en man því miður ekki hvað heitir, mig (frekar lítið brjálæðislega miðað við alltsaman) og svo Nonna sem var líka mjög spenntur þó að hann hemdi sig vel.

chomsky!!!!!!

Til hamingju með afmælið, dásamlegi maður! Takk fyrir allt saman!  

—–

When the sun sets on the American empire, as it will, as it must, Noam Chomsky’s work will survive.

It will point a cool, incriminating finger at a merciless, Machiavellian empire as cruel, self-righteous, and hypocritical as the ones it has replaced. (The only difference is that it is armed with technology that can visit the kind of devastation on the world that history has never known and the human race cannot begin to imagine.)

As a could’ve been gook, and who knows, perhaps a potential gook, hardly a day goes by when I don’t find myself thinking — for one reason or another — „Chomsky Zindabad“.

Arundhati Roy, War Talk, bls. 101.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s