finndu þér stærra vopn

Ég ætlaði að blogga um átröskun, kapítalisma og feðraveldi og hvernig við, the ladies, verðum fyrir stöðugum árásum, hvernig ráðist er inní prívatlíf okkar til að níðast á okkur og plata okkur og fá okkur til að eyða öllum fína hugsanakraftinum okkar í dellu, hvernig dýrmætum tíma er stolið frá okkur, tíma sem gæti farið í að stækka persónuleika okkar og merkilegheit, í stað þess að gefa speglinum svo mikinn tíma að á endanum er ekkert eftir nema að hverfa inní tómið þar sem ekkert er nema einn spegill. Ég ætlaði að blogga um kerfi sem hatar konur og vill þeim ekkert nema illt, vill þær huglausar, veikar á líkama og sál, vonlausar, daprar, búnar að yfirgefa sín miklu mannréttindi til djúps innra lífs og tengingarinnar við náttúruna og dýr merkurinnar og almættið, vill þær farnar þaðan og á vit megrunarinnar, brjóstanna og g-strengsins, lifandi dauðar með þrengd leggöng og afklippta skapabarma, í ævarandi þrældómi.

En svo sá ég blogg um The Coup og gladdist. Hér er þessvegna blogg um Boots og The Coup, hitt drazlið kemur þá bara seinna. Enda enginn að hætta að velta sér upp úr því, sígilt efni.

—–

Einu sinni var ég hvítingi í Ameríku. Það var ágætt. Ég keyrði um á bíl, hann hét Buick og var með svona cloth top. Sem er skrítið, svona eins og vera á gerviblæjubíl. Bílinn var gamall en ekki svo slæmur, ég gat td. bakkað í stæði á honum. Það hafði ég aldrei getað áður. Ég skreyti hann með límmiðum; Bush – Pro Death, Keep Abortion Legal og svona. Þá gat ég lent í hressandi road rage hasar, tjúllaðar konur að hrækja á mann bænum og guðsorðum á hraðbrautinni og reiðir menn á pickup trukkum að veina eitthvað um the fuhrer og the troops. Dont mess with Texas, y’all y’all! Á Íslandi lendir maður aldrei í pólitískri road rage. Bara liði sem er reitt afþví maður er á vinstri akgrein en ætti að vera á hægri eða afþví maður er ekki nógu svakalega mikið að tapa vitinu í hversdeginum.

Allavega, í bílnum var ég alltaf að hlusta á útvarpið. Ég hlustaði á Mpr, Npr, Classical Minnesota Public Radio, The Current og Radio K. (Ég hefði líka getað hlustað á AM talk radio, á botnfallið, á Rush Limbaugh og Michael Savage, lærifeður drengsins Gísla Freys, besta vinar Hönnu Birnu, svokallaða atvinnuhatara, óvini alls mannkyns. En ég er viðkvæm og voða næm og hefði þá sennilega drepist undir stýri). Það var alltaf eitthvað hægt að hlusta á. Og útvarp og bíll passa saman eins og kommi og femma, og bíll án útvarps er eins og kommi án femmu eða femma án komma, alveg hundleiðinlegt.

Allavega, ég var hvítingi að keyra, árið 2005, í frekari lítilli existensíalískri krísu, frekar hress bara. Og þá heyrði ég í fyrsta skipti í The Coup. Og Hot Damn, hvað í ósköpunum var þetta? Allt í einu var byltingin komin í bílinn. Ég vissi bara ekkert hvað ég átti að gera, ég keyrði ægilega hægt og hallaði mér að útvarpinu svo að ég gæti hlustað rosalega vel, heyrt allt, ekki misst af neinu. Það er ekki oft sem byltingin er í útvarpinu, að rappa. Eiginlega mjög sjaldan. Eiginlega aldrei. En þarna var hún og hún var frábær, spitting dialectical analysis! Hún var algjört æði! Ég elskaði hana strax!

Svona kynntist ég Boots Riley, einum besta félaga í heimi og vinum hans í the Coup að spila og syngja um prólía og kapítalismann og rasisma og imperíalisma, í bílnum að hlusta á The Current. Ó happý day!

pick a bigger weapon

Þetta er lagið sem ég heyrði fyrst:

Og það var ekki aftur snúið, ég sat á kvöldin uppí sófa og hlustaði og flissaði þegar Boots sagði eitthvað ótrúlega sniðugt eða hnyklaði brýrnar og kinkaði kolli þegar Boots sagði eitthvað verulega profound eða klöknaði smá þegar hann komst á flug í analýsunni. Og ég var svo ægilega glöð vegna þess að Boots var kommi, alvöru rappandi kommi, þvílíkt og annað eins. Og afþví Boots var ekki sexist pig sem vildi að konur hlypu um berrassaðar fyrir klínk, honum fannst það þvert á móti agalegt og til marks um níðingshátt og arðrán. Sem það augljóslega er, nema fyrir þá sem hafa ákveðið að setja óppressor pokann yfir hausinn á sjálfum sér svo þeir sjái ekki þjáningu og kúgun.

Með Boots er ekki hægt að vera með poka á hausnum, hann sér allt skýrt og útskýrir svo vel og vandlega fyrir þeim sem eru heppin að hlusta.

Hann er sniðugur:

My teacher told me that I didn’t know what right was,
well she was wrong cause I knew what a right was
and a left and an uppercut, too.

Og eldurinn logar inní honum:

I’m Boots Riley it’s a pleasure to meet you
Never let they punk ass ever defeat you
They got us on the corner wearing pleather and see-thru
All y’alls’ gold mines they wanna deplete you
I ain’t just fine to rap on the track, I’m fine to clappin them back
And it’s been stackin’ to that
Five hundred years before Iceberg ever leaned back in the ‘Lac
Before they told Rosa black in the back
Before the CIA told Ricky Ross to put crack in a sack
Before Gil Scott traded rappin for smack
This beat alone should get platinum plaques
I’d rather see a million of us ecstatic to scrap
‘Cause if we bappin’ them back we automatically stacked!

The Coup er einfaldlega ein af bestu hljómsveitum í heimi og Boots er einn af merkilegustu kommahugsuðum mannkynssögunnar. Á okkar agalegu tímum, þegar kapítalisminn vinnur sífellt stærri sigra og við, prólíarnir, höfum það eitt hlutverk að beygja okkur í duftið og sleikja stígvél þjóðarsáttarinnar og stöðugleikans, höfum það eitt hlutverk að að veita óheftan aðgang að líkömum okkar og heilum, að þjónusta skrímslamaskínuna á meðan hún bryður okkur og mömmur okkar í sundur, geta orð orðið til alls fyrst. Orð um upprisu geta fengið okkur til að langa til að rísa upp. Því tími næsheita er svo sannarlega liðinn.

Hlustiði nú:

And if we ever gon’ do it let’s do it now

Hér er svo bloggið sem ég las áðan, um rapp og The Coup, eftir rithöfundinn Kiese Laymon, ég kveð í bili.

This Was 1993: 20 Years Ago I Heard The Perfect Rap Song

Ma.:

This was 1993.

Back in my dorm room, I rewind-pause-played my way through the shifting points of view of „Not Yet Free.“ I memorized all three verses the same night I saw it and told my boy, Eric Caples — a formidable MC himself — that I’d just heard the perfect rap song. The next day, in Eric’s room, I watched his face as he watched the video.

The first image beneath the boom of the 808 was a black woman standing upright in matching white necklace, bracelet and earrings. The woman had a sawed off shotgun on her back and a child in her arms. She looked directly into the face of the she child was nursing. As engrossing as the image was, Eric was mesmerized by what he heard.

The Coup’s DJ, a woman named „Pam, the Funkstress,“ scratched — teased — variations of Ice Cube’s „Blacks are … Blacks … Blacks … Blacks are too f—-ing broke …“ for 40 seconds before finally arriving at „Blacks are too f—-ing broke to be Republican.“

Eric bobbed his head to the beat and furrowed his brow when Boots rhymed, „Everyday I pulls a front so nobody pulls my card / I got a mirror in my pocket and I practice looking hard.“ Neither of us had ever heard that kind of hyper-awareness of our hyper-awareness, not even from Ice Cube.

We both covered our mouths when the organ dropped and Boots explored his role in capitalism: „This web is made of money, made of greed, made of me. Oh, what I have become in a parasite economy.“

Eric closed his eyes and smiled at the precision, sensory details and familiarity of E-Roc’s verse and voice as he picked up where Boots left off.

„In the winter there’s a splinter with the smell of the rain
And the scent of the street, but all I smell is the pain
Of a brotha who’s a hustler and he’s stuck to the grind
Of a sista who’s a hooker gotta sell her behind.“

Later in the verse, E-Roc ruptured the individual desperation narrative, placing himself as an actor, agent and witness on the streets he previously described: „Now my dreams and aspiration go from single to whole / As I realize there’s a million motherf—-ers in the cold.“

Boots came back in at the end of the song, with a new point of view. The shift was marked by a minimal bass guitar and deepening of his voice. In the video, Boots’ words come out of the mouth of a pawn shop owner whose store is filled with guns we presume he’ll sell to brothers killing other brothers.

„N—-az, thugs, dope dealers and pimps
Basketball players, rap stars and simps
That’s what little black boys… are made of …
Sluts, hoes and press the naps around your neck
Broads, pop that coochie, b——es stay in check
That’s what little black girls… are made of …“

The point of view changed hands one more time, as Boots reoccupied his subject position and asked, „But if we’re made of that, who made us? / And what can we do to change us?“ He delivered his last lines of the verse to pawn shop owner, the surveillance camera and, ultimately, to us.

I stopped the VCR before the end of the song to see what Eric Caples had to say. I told him that I was going to use my work-study check to buy some gas for Mama’s car, then drive the mall to buy the whole album tomorrow. I remember literally telling him that Boots was my new favorite MC and that I believed „Not Yet Free“ could change hip-hop forever.

„It’s dope,“ Eric eventually said about the song and video. „They can rap and that DJ can scratch. Boots ain’t no Snoop, though. And I can tell you right now that that tape won’t be no Chronic either.“

I sucked my teeth, and rewound the VHS to the beginning of the video again.

Sitting on the floor of that dorm room, I would have sworn on everything I loved that hip-hop would never be the same after „Not Yet Free“ and Kill My Landlord — even though I hadn’t heard it yet. I really knew that everything involving hip-hop, black boys, black girls, freedom, capitalism, raced oppression, truth, rape music, violence, white supremacy, honesty and me was about to change forever.

The next morning, with a pocket full of work-study money, I headed to Super D to buy some new clippers to cut my hair. The clippers were more expensive than I thought they’d be so I bought a du-rag instead. I put the du-rag on in Mama’s hooptie and headed to Camelot.

The manager told me that they didn’t carry Kill My Landlord and that he hadn’t even heard of The Coup. He claimed he could get one copy of the album in stock in 7-10 business days if I wanted him to. I thought hard about whether I’d have money for the album in 7-10 business days.

A half hour later, I purchased Above the Law’s Black Mafia Life and a three-piece from Popeyes.

Back in my dorm room, I blasted a song called, „Pimpology 101“ and set my roommate’s VCR to record another episode of Rap City.

This was 1993.

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s