the power and the monies (and the parties) og það sem enginn skilur

Ég sé að maður sem er ritstjóri skrifar um forstjóra Nike sem kom í viðskiptaferð til Íslands og datt í allskonar ríka og frægafólks lukkupotta, mögulega afþví hann er ríkur og svona glóbal elíta, stundum kölluð eitt prósent. Ég segi bara svona. Fullyrt er í skrifunum að Nike kallinn ætli að segja öllum sem hann hittir allsstaðar í heiminum frá Íslandi og því hvað allir eru frægir á því og með þessu ætli hann að hjálpa til við að selja Ísland. Svo er sagt að engir peningar geti keypt áhrifin af þessu, því að Nike kallinn ætli að taka það að sér að selja fyrir okkur Ísland, en mér finnst það nú doldið hyperbole og ég ætla að vera pínku ósammála því ég er viss um að allir peningar Nike kallsins gætu til dæmis keypt þessi áhrif.

Allir peningar Nike kallsins gætu keypt ótrúlega mikið og náð fram ótrúlegum áhrifum, td. þeim að komast í partý með frægu fólki útum allar trissur. Ríkt og frægt fólk virðist oft fara saman í partý, eða það sýnist mér þegar það koma myndir úr partýum sem ríka og fræga fólkið fer saman í, í blöðunum. Hann gæti notið samvista við bestu sköpunargáfur allra landa og notið bestu náttúru allrar veraldarinnar, bara útaf peningunum sínum. Það eru kannski ekki margir sem vita það en the power of the monies eru töluverðir. Já bara alveg töluverðir.

En ein eru þó þau áhrif sem the power of monies geta ekki náð fram og það eru svokölluð mannsæmandi laun handa fátæklingum. Enginn veit afhverju, ekki fólk með sköpunargáfu, ekki fólk án hennar, ekki fólk sem býr í náttúru, ekki fólk sem borgar peninga fyrir að horfa á náttúru, ekki fólk sem ákveður bara svona einn tveir og þrír hvar það ætlar að eyða áramótunum, ekki fólk sem borgar fyrir áramótin á visa rað, ekki fólk sem kaupir flotta skó og borgar cashmoney, ekki fólk sem kaupir flotta skó á visa og ekki fólkið sem býr til flottu skóna í verksmiðjunni. Enginn. Þetta er eins og sjö undur veraldar eða öll sköpunargáfan á Íslandi; enginn skilur þetta. Kannski er þetta útaf Snæfellsjökli. Kannski útskýrist þetta þegar hann er bráðnaður útaf öllum verksmiðjunum sem búa til hitt og þetta, kannski er þetta leyndardómur Snæfellsjökuls; að útsýra fyrir okkur afhverju sumir eru ríkir frá Boston í partýum með frægum og afhverju sumir eru fátækir að líma saman skó með límbyssu, líka á gamlárs.

Nike stjórinn, sem stjórast yfir öllum, stórum og litlum, kannski samt aðallega litlum, hann ber auðvitað ekki ábyrgð á því að þau sem líma saman skóna sem hann stjórnaði að ætti að líma saman fái eiginlega enga peninga fyrir límvinnuna. Hann er bara ríkur kall frá Boston, getur ekkert að neinu gert. Hann er bara stjóri.  Svona bara virka peningar og það að vera stjóri, soldið eins og lím. Þú byrjar að líma og getur ekki hætt, þú byrjar að verða ríkur og að stjórna og getur ekki hætt. Enginn ber ábyrgð á fátæklingum og vesældómi þeirra, nema kannski Snæfellsjökull. Gott á hann að bráðna. Asni.

Helstu verðmæti þjóðarinnar, sköpunarfólkið, liggja vel við höggi útaf íslendingum sem elska bara peninga og vilja aldrei einu sinnu prófa að fara í sauðskinnsskó. Og orkuauðlindir skila ekki réttri framlegð. En fátæklingar í verksmiðjum skila akkúrat réttri framlegð. Aldrei of lítilli. En enginn skilur af hverju. Og enginn skilur afhverju peningarnir sem fást fyrir skóna mega bara fara til stjórans og aldrei neitt annað. Það er ekki hægt að skilja allt. Ég skil til dæmis ekki hvernig útvarp virkar en það virkar samt. Ég reyni bara að tala sem minnst um það hvað ég skil lítið um útvörp og bylgjur.  Ég skil heldur ekki afhverju stjórinn fær alla peningana og fátæklingarnir með límið enga en þannig er það bara. Og virkar alveg jafn vel og útvarpið mitt, þessi peningaskipti, eða vöntun á skiptum þar að segja. Allavega fyrir stjórann og þau sem hittu hann á gamlárs.

Mér hefur oft liðið eins og Lísu í Undralandi, stelpu sem datt ofaní holu. Einu sinni datt ég meira að segja ofan í holu þegar ég var úti að labba með bók, sem var samt bara eftir útlending. Sumir geta ekki tuggið tyggjó og labbað í einu, sumir geta ekki lesið bók og labbað í einu, detta bara í holu. Já, ég hef dottið í holu og labbað á staur en auðvitað er best að tala sem minnst um það, eins og það er best að tala sem minnst um það að skilja ekki útvarpssendingar og það að sumir eiga the power and the monies og aðrir ekki, hvorki power né monies.

Hér má svo sjá mynd af fólkinu sem Nike stjórinn stjórnar í Kambódíu. Hann ætlar ma. að segja þeim frá Íslandi og góðu partýunum sem hægt er að komast í þar. Þau eiga ekki eftir að trúa sínum eigin eyrum og ef þau hefðu einhverntímann lesið Lísu í Undralandi þá myndi þeim pottþétt líða eins og henni þegar þau heyra um Bono. Vonandi hafa þau allavega hlustað á U2, ekkert gaman fyrir Nike stjórann að segja góða sögu um partý og enginn veit um hvaða lið hann er að tala. Þau ættu að hafa allavega efni á að kaupa sér einn disk með U2, fyrir 74 dollarana sem þau fá útborgað á mánuði.

Image

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s