ógeðslega fokking depressed

Það er ég búin að vera undanfarið. Þar kemur til hitt og þetta:
Myrkur til dæmis.
Það að ég verð fokking depressed við og við.
Það að allskonar gerist:
Tvöhundruð og átta þúsund krónurnar sem lagðar eru inn á reikninginn minn í Landsbankanum fyrsta hvers mánaðar af Reykjavíkurborg, einni helstu þrælakistu Íslands, einum helsta arðræningjanum á svæðinu, fyrir vinnuna sem ég inni af hendi.
Að ég fékk póst frá Sambíóum þar sem ég var hvött til að tryggja mér miða á frumsýningu kvikmyndarinnar Lífsleikni Gillz.
Quantitative Easing.
Það að einhver ógeðslegur efnavopnasirkus fór af stað með viðbjóðslegu fjölmiðlaklámi en enginn sirkus gat móbíliserast til að koma með raunverulegar hugmyndir til að koma á vopnahléi í Sýrlandi.
Það að fólk verður veikt .
Að fólk deyr.
Kapítalisminn og out of control þráhyggjan sem ég er haldin gagnvart honum.
Tony Blair.
Olíuvinnsla á Drekasvæðinu.
Heimsendir.
Twelve years a Slave.
Tíu litlir negrastrákar.
Sagan af Emmett Till.
Að ég skuli borða kjöt.
Rok.
Að mannleg þjáning hefur ekki substantive meaning.
Að margt annað hefur öðlast substantive meaning.
Að ég er voða mikið inni.
Það að ég fer í World Class en ekki út.
World Class.

……………………………………………………………………………………………………..

Í morgun ákvað ég að prófa að horfa á Sunnudagsmorgun með Gísla Marteini. Stundum tekur maður uppá weird shit.

Afþví ég prófaði að horfa smá sá ég Eyþór Arnalds og heyrði hann segja að vinstri menn væru ekkert endilega hrifnir af umhverfi, útaf Sovétríkjunum og Kína og öllum verksmiðjunum þar, og að Sjálfstæðismenn væru hrifnir af umhverfi, útaf Teddy Roosevelt sem bjó til þjóðgarða í Ameríku og Gísla Marteini, sem er fyrsti Sjálfstæðismaðurinn á hjóli.

Eyþór Arnalds sagði tvisvar við Gísla Martein að hann, Gísli, væri Sjálfstæðismaður og Gísli hló glaður. Enda engin ástæða til annars fyrir hann, hann er Sjálfstæðismaður og það er bara gaman þegar einhver veit einhverja staðreynd um mann sem gerir mann merkilegri en hina sem staðreyndin á ekki við um. Ef til dæmis Eyþór Arnalds segði við mig að ég væri Sjálfstæðismaður færi ég ekki að hlægja heldur segði nei, það er ekki rétt, afþví þetta væri ekki staðreynd um mig. Enda keyri ég oft á gömlum jeppa og hjóla frekar sjaldan. Sem bendir þá til að ég sé frekar vinstra megin á því sem sumir kalla -hið pólitíska litróf mannkyns-. Og þegar ég hugsa um Teddy Roosevelt kalla ég hann helvítis stríðsæsingamann og rasískan imperíalista sem sagði ma. þetta: No triumph of peace is quite so great as the supreme triumph of war. Þetta væri ég ekkert að rifja upp ef ég væri Sjálfstæðismaður.

En ég er reyndar hrifin af umhverfi. Sem gæti ruglað litrófið. Sem er ekki gott.

Svo sagði Eyþór líka að Apple hannaði bara, framleiddi ekki. Mér fannst það áhugaverður punktur hjá honum.

Ég reyndi að hugsa kreatívt, þrátt fyrir að vera bara prólí, og visúalíseraði ( I speak very fancy) fullt fullt af hönnuðum að hanna Apple dót sem aldrei kæmist í framleiðslu.

Ég sá þau fyrir mér sitjandi innan um hrúgur af pappírum með blýantana sína að teikna og teikna. Ég sá fyrir mér hönnuðina fara til yfirmanna með blöðin og sýna þeim og þá flokka hugmyndirnar í góðar eða slæmar og þau svo halda áfram að teikna. Ég sá fyrir mér að þau yrðu kannski leið afþví ekkert sem þeim dytti í hug materíalíseraðist í raunveruleikanum vegna vangetunnar til framleiðslu en að þau ákvæðu svo að halda myndlistarsýningu svo að eitthvað jákvætt kæmi út úr allri þessari vinnu. Ég gladdist með þeim.

Svo hætti ég að visúalísera kreatívt og visúalíseraði materíalískt í staðin allt fólkið sem vinnur í verksmiðjunum sem framleiða alla Ipadanna og Ipodanna og allt hitt. Og ég sá fyrir mér hvernig hönnuðurnir á Vestulöndum hanna og prólíarnir í Asíu framleiða. Og ég sá fyrir mér hnattvæðinguna. Og ég upplifði að mér fannst leiðinlegt Eyþórs Arnalds vegna að hann gæti aldrei fengið neinn botn í það hvernig Ipadinn hans varð til. En svo hugsaði ég með mér að kannski væri ég bara búin að ímynda mér Ipadinn minn og hann væri ekkert meira en figment of imagination, eða að ég væri kannski draumur Ipadhönnuðanna, draumur þeirra um Ipadinn orðinn að veruleika og frekar litla og næstum miðaldra konu á Íslandi að nota hann. Mjög fallegur draumur hjá mjög kláru fólki. Ég vona að myndlistarsýningin þeirra gangi vel.

(Einu sinni sagði kona í útvarpinu Súltúre Slúbb. Hún ætlaði að segja Culture Club. Mér finnst að myndlistarklúbbur Ipadhönnuðanna ætti að heita Súltúre Slúb.)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s