og ekkert, og allt

So what
So what þó að
So what þó að guð hafi skapað Yggdrasil, epli, litla jesúbarnið og mömmu þess á sjö dögum? So what
So what þó að guð hafi skapað hamar og nagla svo að hægt að væri að hengja menn upp eins og myndir? So what
So what þó að jólarósin frá því í hittifyrra neiti að drepast og láti vökva sig þriðja hvern dag? So what
So what þó að hún fái sýkingu og drepist? So what
So what þó að höfin súrni, afsúrni og súrni á ný á 300 miljón ára fresti? So what
So what þó að jólin séu nýbúin og páskarnir alveg að koma? So what
So what þó að páskarnir klárist og þá komi sumarið alveg rétt strax? So what
So what þó að sumir hugsi með reglulegu millibili mig langar að deyja?
So what
So what þó að sumir hugsi ég vil allsekki deyja og deyi samt? So what
So what þó einhver hafi æpt Mammy, don’t you cook no more, you’s free! You’s free? So what
So what þó að annar hafi sagt Það er ekki konunnar að ákveða hvort hún er boðin til sölu? So what
So what þó að hinn þriðji hafi hellt úr sinni skál í fljótin og uppsprettur vatnanna og það orðið að blóði? So what
So what þó að sumir eigi ekkert þrátt fyrir alltsaman? So what
So what þó að sumar konur séu ekki menn? So what
So what þó að 85 homo economicus keyri saman í strætó um alla heimsbyggðina en stoppi aldrei á neinum stoppistöðvum? So what
So what þó að þrír og hálfur milljarður homo sapiens missi af strætó á hverjum einasta degi? So what
So what þó að kúgarinn hati þá kúguðu meira en þeir hann? So what
So what þó að launin hrópi, þau sem höfð hafa verið af verkamönnunum, sem slógu löndin, og köll kornskurðarmannanna séu komin til eyrna Drottins hersveitanna? So what
So what þó að jörðin tilheyri engum? So what
So what þó að 24. nóvember 2012 hafi 117 manneskju brunnið upp í Bangladesh? So what
So what þó að 25. mars 1911 hafi 147 manneskjur brunnið upp í New York? So what
So what þó að leigan sé of há? So what
So what þó að 20 prósent eigið fé sé of mikið? So what
So what þó að sumir þekki alla og aðrir enga? So what
So what þó að sumir sigri heiminn og heimurinn sigri suma? So what
So what þó að sumir séu dæmdir og aðrir sýknaðir? So what
So what þó að forseti Alþingis beri ljúgvitni? So what
So what þó að sumir segi To hell with your courts, I know what justice is? So what
So what þó að sumir lemji? So what
So what þó að sumir séu lamdir? So what
So what þó að fátækar konur búi til klám fyrir ríkar konur? So what
So what þó að fátækir menn grafi upp demanta fyrir Dorrit Moussaieff? So what
So what þó að sumum finnist gaman að horfa á þjáningar? So what
So what þó að sumir hati kerfi en ekki fólk og aðrir fólk en ekki kerfi? So what
So what þó að þrælahaldarar hafi fengið bætur en þrælarnir aldrei? So what
So what þó að Gísli Freyr segi Hafa ber í huga að manninum er einungis hæft að þykja vænt um sína nánustu, maka, börn, ættingja og svo framvegis, jafnvel þjóð ef þjóðin er lítil eins og Ísland? So what
So what þó að Hanna Birna segi blaðamönnum frá kynlífi nafngreindra kvenna? So what
So what þó að Mikla kreppa ríki á Spáni? So what
So what þó að þau blönku í Stokkhólmi hafi orðið fátækari árið 2010? So what
So what þó að þau ríku í Stokkhómi hafi orðið aukið auð sinn um 7 prósent árið 2010? So what
So what þó að miljón manneskjur gráti Kæra Evrópa, je t’aime je t’aime, hleyptu okkur inn? So what
So what þó að miljón manneskjur drukkni í sjónum hennar Ítalíu, grátandi Kæra Evrópa, je t’aime? So what
So what þó að veröldin bráðni? So what
So what þó að nú muni hún sökkvast? So what
So what? So what

01

– – – – –
Nr. 1: Er hægt að stela frá guði?
Nr. 2: Ef ég stel þá er það vegna þess að ég trúi ekki á einkaeignarréttinn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s