er það relevant? eitthvað helvítis tuð í einhverri öfgabrussu og smá shelley

Nr. 1:

Undanfarið hef ég séð nokkrar konur í bíómynd eða í sjónvarpi með svokölluð venjuleg brjóst. Þegar það gerist segi ég omg, hún er með venjuleg brjóst. Undantekningarlaust. Núna er ég td. ein inní stofu að horfa á Kate Winslet leika ólæsa nazistann og barnatælarann Hönnu í Lesaranum og ég segi samt omg, hún er með venjuleg brjóst, þó ég sé ein. Svona eru venjuleg brjóst merkileg í hinu bíómyndalega samhengi.

Nr. 2:

Árni Páll hefur verið valinn annar kynþokkafyllsti stjórnmálamaður Íslands. Ég er ein inní stofu að lesa Dagblaðið og ég segi omg, eruði ekki að fokking djóka í mér! Þrátt fyrir að mér sé löngu löngu batnað af hræðilegu Árna Páls þráhyggjunni sem var að gera alla, eða réttara sagt Magga, geðveika afþví hún var svo leiðinleg. Svona álíka leiðinleg og öll stjórnmálaumræða á Íslandi um þessar agalegu mundir. Svona random og aumkunarverð, laus við tilgang. Svo leiðinleg að meira að segja Lesarinn er skárri, bæði leiðinlega bókin og leiðinlega myndin.  Ég skal lesa Lesarann aftur og aftur ef ég bara slepp við að lesa um kynþokkafyllstu stjórnmálamenn Íslands. En woe is me, enginn lesguð miskunnar sig yfir mig og áður en ég veit er ég líka búin að lesa að Bjarni BBB sé í 4-5 sæti yfir kynþokkafyllsta valda eða wannabe valdafólkið vegna þess að hann er
-myndarlegur, ríkur og valdamikill- og -konur leita eftir mönnum með einn af þessum eiginleikum en hann hefur þá alla-. Jæja, er það ekki bara, segi ég þá soldið reiðilega. Ég er kona, frekar cis-heteró og ég sækist ekki eftir neinu af þessu í fari karlmanna. Að vera ríkur er satt best að segja þó nokkuð turn off. Eins og Neneh Chery söng forðum: No money man can win my love, its sweetness that I’m thinking of.  Og afhverju ættu konur að sækjast eftir mönnum með völd? Afþví þær þrá að láta drottna yfir sér? Eða afþví að þeim finnst einhver unaður fólginn í því að hugsa um drottnun yfir öðrum? Mér fannst Sagan af Ó alveg skemmtileg þegar ég las hana fyrir margt löngu en er ekki afarsælast fyrir alla að drottnun og undirgefni haldi sig alveg á sviði listrænnar tjáningar, með kannski stöku heimsóknum í svefnherbergi þeirra sem þrá merkingarþrungið og listrænt samlífi og eru rosa flink í reglum og öryggisorðum? Ég væri kannski til í að viðurkenna vissa fegurð rjóðra vanga B BBB ef hægt væri að stjórna honum og vinum hans með öryggisorðum. En það er því miður ekki hægt; þeir, eins og allt auðvald nútímans eru algjörlega stjórnlausir og er eitthvað ó-sexýara en hömlulaust auðvald? Kannski hömlulausir nazistar?
Fólk sem flokkar stjórnmálafólk í sexý og ósexý er fólk sem þjáist af valdablæti, sem er eitt af erfiðustu blætunum að eiga við. Þau geta stofnað klúbb fyrir mér en ég þoli ekki að þau séu að troða þessum perversjónum uppá mig. Vinsamlegast haldið ykkur í skuggunum.

Nr. 3: Nei, höfum það Nr. 8:

Nr. 8: (Almættinu sé lof fyrir að mér hefur alltaf fundist þau þurfa að skammast sín sem eru ekki femmur, en ekki að maður ætti að skammast sín fyrir að vera femma. Ég nefni þetta bara því nú virðist mér margar femmur segja frá því að þær hafi mætt þöggunartilburðum og jafnvel verið neyddar til að kalla sig jafnréttissinna en ekki femmur). Ég viðurkenni að fram til ársins 2008 hélt ég í einfeldni minni að -allir- væru femmur. Svo komst ég að því að það eru alls ekkert allir femmur en ýmsir sem ég hélt að gætu eðli málsins samkvæmt ekki verið femmur, segjast vera femmur. Td. gætu Hanna Birna og Þórey vinkona hennar tekið uppá því að segjast vera femmur. Og enginn mætti þá segja við þær: Neinei, þið eruð það ekkert. Afþví þær eru konur. Ef kona segist vera femma þá mega aðrar konur ekki fara að hlægja. Þá eru þær að grafa undan hinni feminísku baráttu. Hefur mér skilist.
En auðvitað getur Hanna Birna aldrei verið femínisti. Eðli málsins samkvæmt. Femínismi snýst um jafnrétti og auðvaldssamfélag býður aldrei uppá jafnrétti. Þar af leiðandi geta þau sem berjast af ástríðu fyrir advanseringu hagsmuna auðvaldsins ekki barist fyrir jafnrétti. Aftur á móti geta ýmsir óprúttnir aðilar notfært sér hitt og þetta, femínismann þar með talinn, til að slá ryki í augu fólks og hylja grimmd sína og forherðingu með því að benda á kynfæri sín og segja: Sjáið, einnig ég er með píku og hlýt því að vera systir ykkar í baráttunni.
En ég hugsa ekki með píkunni, er þá ágætt að segja. Ég hugsa með heilanum og hjartanu. Og þau eru voða partisan bæði. Þau telja ómögulegt að eiga í nokkurri samvinnu við auðvaldsöflin. Þau telja slíka samvinnu aðeins gera lítið úr þeim sjálfum og að með því að taka þátt í henni séu þau að afhenda auðvaldinu tól sem gera það að verkum að auðveldara er að lokka og pretta kjósendur til fylgilags við eitthvað sem einungis grefur undan möguleikanum á jafnrétti, enfahagslegu, samfélagslegu og pólitísku. Þau fordæma þessvegna og td. vekefnið Konur til forystu og spyrja hneyksluð: Hvaða konur sem er? Marine Le Pen, gæti hún tekið þátt í verkefninu Konur til forystu? Mætti Michelle Bachman vera með? Hvað með TÍNU gömlu? Nægir píkan til að sameina? Eða er verið að nota hana (löng hefð fyrir því) af kapítalistum og fólki með valdablæti í þeim tilgangi að ná enn meiri völdum til að arðræna af enn meira kappi? Og svara svo: But of course, píka litla, but of course. Ekki láta gabba þig, eina ferðina enn. Súludans er ekki líkamsrækt, klám er ekki mannréttindi, fegurð er ekki keppni, hár eru ekki óvinur, g strengur er ekki þægilegur, og það er ekki fræðilegur möguleiki að fólk sem þráir að fylgjast með vinnuaflinu börðu í spað hafi einhvern áhuga á jafnrétti. Clara Zetkin heyrir af bi-partisan drasli eins og Konum til forystu hvítþvottaverkefninu og rúllar sér í gröfinni gólandi: Anathema! Anathema! Heyrum öskrin í henni og tökum undir: Anathema! Femma plús auðvald: Endalok baráttunnar! Niður með gabbið! Upp með baráttuna!

Nr. Öll restin:

clara l

Í einni dásamlegri bók, A People’s History of the United States, eftir Howard Zinn, er hægt að lesa margt ótrúlegt, hræðilegt, stórkostlegt og merkilegt. Enda mannkynssaga um mannkyn. Meðal annars um allskonar tryllta verkalýðsbaráttu. Meðal annars um hinar og þessar tjúllaðar konur og stelpur sem fá nóg og fara að góla og gera. Er eitthvað í allri veröldinni jafn stórfenglegt og þegar fólk fær nóg og hættir að bíða og byrjar að gera? Í kaflanum The Socialist Challenge er ma. sagt frá saumakonum og stelpum, og 20.000 manna verkfallinu þeirra. Ein af forystustelpunum þar, hún Clara Lemlich, var næstum stelpa í alvöru , 23 ára, innflytjendafátæklingur, blá og marin eftir barsmíðar löggunar, hún stóð upp á fundi og sagði: Ég er með tillögu, ég legg til allsherjarverkfall akkúrat núna! Konurnar og stelpurnar ærðust; Já, já, allsherjarverkfall! Og fyrr en varði voru 20.000 mannekjur farnar í verkfall . Á sama tíma og undir áhrifum frá saumastelpukonunum, ákváðu Luise Zietz og Clara Zetkin að tímabært væri að halda Alþjóðadag kvenna. Alveg helvíti tímabært. Enda voru þær helvítis kommafemmur. Og þar hafiði það: Fyrsti Alþjóðadagur kvenna var skipulagður af kommafemmum sem ma. létu hrífast af herskárri innflytjendastelpu sem nennti ekki lengur að láta pína sig. Og undir áhrifum frá þeim og öðrum kommafemmum spyr ég: Græði ég, Prólótov Móletariat, eitthvað á því að formaður Samtaka iðnaðarins sé kona? Græði ég eitthvað á því að innanríkisráðherra sé kona? Græði ég eitthvað á því að Vigdís Hauksdóttir sé kona? Græddi ég eitthvað á því að TÍNA gamla væri kona? Er líklegt að ég græði eitthvað á því að Hillary verði næsti forseti Bandaríkjanna? Hafa systur mínar í prólíbaráttunni grætt eitthvað á þeim sem upp hafa verið taldar?
En hef ég eitthvað grætt á kommafemmunum? Á Rósu Lúx? Klörunum? Mömmu minni? Þeim sem skrifuðu Veru þegar ég var lítil? Þeim sem skrifuðu Nýja Kvennafræðarann? Mother Jones? Angelu Davis? Sojourner Truth? Harriet Tubman? Elizabeth Cady Stanton?  Kommafemmusystrum mínum? Og öllum þessum stelpum og konum sem sögðu fyrir ekki svo löngu, eiginlega bara í gær: Jæja, er þetta ekki orðið ágætt? Ég held að héðan í frá ætli ég að vera frjáls. Og ég ætla ekkert að skammast mín fyrir það, þið sem eruð eitthvað á móti því að ég sé frjáls, þið skuluð aftur á móti skammast ykkar. Enda mun sagan dæma.
Hef ég ekki grætt á þeim? Allt það oggupoggu sem ég þó á?

Að lokum:  Þegar þær voru að telja í sig kjark, Clara Lemlich og vinkonur hennar, hittust þær á kvöldin og sögðu sögur og lásu ljóð. Þetta fannst þeim ásamt öðru, gott og þær fundu af því bragðið og það bráðnaði uppí þeim og sendi bylgjur um allan líkamann:

Rise like Lions after slumber
In unvanquishable number,
Shake your chains to earth like dew
Which in sleep had fallen on you-
Ye are many — they are few.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s