Ólafur þ z eða ég lenti ekki á þessum steini

 

Ólafur þ z á hatt, eða svona hettu
svona skuplu, nei, svona húfu
nokkurskonar húfu
eins og mamman í kofa
kofanum á steininum
kannski fyrsta konan í kofa
á steini
með hvíta húfu, bundna undir hökunni
fyrsta konan með svoleiðis þar.

Ólafur þ z setur á sig húfuna,
hún heitir arfleiðin
Hann segir ég lenti ekki á þessari húfu, þessi húfa lenti á mér.
Með jafn marga fingur og konan átti börn
allavega þrjátíu, allavega fimmtán á hvorri hönd
eða kannski miklu fleiri.

Þá er hægt að byrja að hugsa,
kominn með húfuna og alla þessa putta.

Ólafur þ z með húfunu yfir hárinu
nú er þá hægt að byrja að hugsa og skrifa.

Ólafur þ z með fjarska marga putta
byrjar að skrifa.
Tekur um sláttuorfið
með öllum þessum þrjátíu fingrum
hann finnur fyrir titringnum
þetta er enginn smávegis titringur.
Hann lætur hendurnar óma
það er sónn í höndunum.
Ólafur þ z ber hendurnar upp að höfðinu
athugar slaufuna undir hökunni
leggur svo hendurnar að eyrunum,
þær óma, í þeim heyrist sónn:
átján til þrjátíu og sex milljarðar.
Hann tekur aftur um sláttuorfið
Ólafur skrifar og skrifar.

Ólafur þ z með þrjátíu fingur
húfan arfleið á höfðinu
titrari í höndunum
hann heldur um hann með í það minnsta fimmtán fingrum
eins og konan í kofa
hann heldur um hann eins og hún hefði gert,
fyrsta konan sem átti svoleiðis.
Ómur í höndunum,
sónn í höndunum.
Hann slær og slær
fingurnir titra
af slætti.

Ólafur þz horfir í spegil
hann ljómar,
húðin ljómar,
hann tekur um eyrun,
þau eru heit
eins og á konu.
Hann tekur af sér húfuna
blessaða arfleið, blessuð sértu,
þú lentir á mér
ég fékk þig í höfuðið
eins og stein,
mikil guðs mildi.
Ég fékk þig í höfuðið og á báðum höndum
uxu aukafingur
til að skrifa og skrifa
og slá og slá
átján milljarða af hekturum
útum allt
átján til þrjátíu og sex milljarða hektara af steinum
þá þarf að slá, þeir slá sig ekki sjálfir.

Ólafur þ z leggur frá sér sláttuorfið
hann leggur frá sér titrarann
búinn að slá
búinn að titra
búinn að skrifa
alveg búinn.

Ólafur þ z horfir í spegil
hann strýkur yfir hárið
fallegt eins og á konu,
með öllum þessum fingrum
hann lenti ekki á þessari húfu,
heldur hún á honum,
eins og steinn í hausinn
átján til þrjátíu og sex milljarðar steina í hausinn
engir smávegis steinar
í engan smávegis haus
sem ljómar ekkert smávegis
af engum smávegis hugsunum.

steinar

Ort í París undir miklum áhrifum frá Ólafi Þ Z  og Malcolm X.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s