and we stood at god’s feet, equal, as we are*

Félagar; ég hef komist að því að best er að hafa bloggfærslur í númeruðum liðum. Þá getur maður verið bæði latur og heimskur og blandað öllu saman, sagt bara oggulítið um hvert atriði, sloppið auðveldlega eins og einhver djöfuls skattaskjólskapítalisti, eins og aumingi.

– – – – –

a jane eyre PDVD_003

Í fyrsta lagi:
Sökum þess að ég er kjélling er ég á túr. Í dag er fyrsti í túr. Helgin fór í það sem stundum er kallað PMS af feðraveldinu en ég vil frekar kalla Via Dolorosa. Á Via Dolorosa gerist margt, eins og forðum daga. Td. er hægt að horfa tvisvar í röð á Jane Eyre, Fassbender útgáfuna. En ekki útaf honum, ekki pláss fyrir neitt svoleiðis á Via Dolorosa, heldur vegna Jane og tilveru hennar, þjáningarinnar, sorgarinnar, einstæðingsskapar hennar. Þjáningin, sjáiði til, hana eigum við konurnar allavega sameiginlega með Jesú. Að vera kona er að þjást; Jesú þjáist að eilífu í mannkynssögunni, píndur og kraminn, með blóð lekandi útúr mörgum götum og líka við, konurnar, píndar og lekandi. Það má nú aldeilis fella nokkur yfir því, ekki satt?

Á Via Dolorosa er líka hægt að liggja uppí rúmi og horfa útum gluggann á bláan himinn og skæla örlítið yfir því að maður sé inni en ætti að vera úti. Ó grimmi blái himinn, afhverju þarftu að vera svona vondur við mig? Það er líka hægt að hugsa um nammi og afhverju maður eigi ekki neitt, að í mesta lagi eigi maður suðusúkkulaði sem dugar ekki til neins á þessari leið. Gerir ekkert nema minna á að hægt væri að baka smákökur ef maður ætti ekki svona bágt. Það hefur verið grátið af minni ástæðum, það er engin skömm að segja frá því.

Svo er hægt að lesa. En Via Dolorosa er engin eyðieyja þar sem hægt er að vera þakklát fyrir að hafa í það minnsta bók með sér í litla bakpokanum svo maður geti látið hugann reika. Í fyrsta lagi er maður ekki með bakpoka með sér, heldur heila bölvun heils helmings mannkyns. Í öðru lagi velur almættið fyrir mann hvað maður á að lesa á Via Dolorosa. Þannig hefur það alltaf verið.

Nú var það engin smáræðis bók, The half has never been told: Slavery and the making of American capitalism. Hún er monumental og það eru engar ýkjur, um þrælahaldið í Bandaríkjunum, um fólkið sem stolið til að vinna og um fólkið sem græddi og græddi, um landið sem græddi og græddi á því að stela fólki, alvöru lifandi fólki til að láta það vinna frá því að það fæddist og þangað til það dó. Þvílíkt og annað eins, skal ég segja ykkur, en ég get varla sagt neitt meira afþví orðin mín festast í hálsinum á mér eða skríða uppí nefið á mér og reyna að potast útum augum á mér, í fljótandi formi, ég verð öll götótt og fer að leka. Og skammast mín fyrir að vera eitthvað að bulla um Via Dolorosa. Og get svo bara blótað, eins og þegar ég fæddi börnin, að fæða er að þjást, að fæðast kona er að þjást, að lesa þessa bók er að þjást, eins og þegar við vorum lítil og sáum í fyrsta skipti myndir úr útrýmingarbúðum, sáum fyrst myndirnar af augunum þeirra, þau störðu á okkur með þessum risastóru augum og við gleymdum að anda, það brotnaði eitthvað inní heilanum á okkur og við gátum ekki hætt að horfa í augun á þeim. Svoleiðis er þessi bók, þú gleymir að anda. Og allt sem þú veist um þrælahald er allt í einu ekki neitt, þú veist ekkert. Þessi bók segir við þig, eins og augun í fólkinu þegar þú varst lítil; haltu áfram, ekki hætta að horfa á okkur, þú veist ekkert, væna mín, ekki neitt, svo endilega farðu að grenja, væluskjóða, en það er kannski rétt að láta þig vita að þú ert ekki að fara að hætta því neitt strax aftur.

Svoleiðis er bókin, hún lætur mann fatta, það er eitt að vita og annað að fatta, eitt að vita af þrælahaldinu og annað að fatta maskínuna, risastóru pyntinga vélina sem gerði hvítt fólk ríkt og kramdi svart fólk. Maður fattar alveg, once and for all, maskínuna, og einhver rödd segir við mann: Mannstu, var ekki öllum kennt að ástæðan fyrir því að Þriðja ríkið var svona -Verra en allt annað- var sú að það var maskína og í því er óhugnaðurinn fólginn? Sjáðu þá þessa maskínu, sérðu hvað hún er stór? Hvað ætlarðu að segja um hana? Það þýðir ekkert að væla bara.

Ef þið viljið fá bókina sendið mér þá tölvupóst.

Hér ljóð eftir Charlotte Delbo, hún var ein af þeim sem störðu á okkur með risastóru augunum þegar við vorum lítil, ég tileinka bókinni ljóðið:

O you who know
did you know that hunger makes the eyes sparkle that thirst dims
them
O you who know
did you know that you can see your mother dead
and not shed a tear
O you who know
did you know that in the morning you wish for death
and in the evening you fear it
O you who know
did you know that a day is longer than a year
a minute longer than a lifetime
O you who know
did you know that legs are more vulnerable than eyes
nerves harder than bones
the heart firmer than steel
Did you know that the stones of the road do not weep
that there is one word only for dread
one for anguish
Did you know that suffering is limitless
that horror cannot be circumscribed
Did you know this
You who know.

Í annan stað:
Þetta las ég líka um helgina:

Hvers vegna gera samfélög mannréttinda og mannúðar loftárásir?

Gunnar Hersveinn rithöfundur ræðir um styrkleika mjúklyndis og veikleika harðlyndis á heimspekikaffi í Gerðubergi miðvikudaginn 15. október og Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, talar um birtingarmyndir ófriðar fyrir konur og börn í Afganistan en hún er nýkomin heim eftir hálfs árs vinnu í Afganistan á vegum friðargæslunnar sem kynjasérfræðingur hjá NATO.

Ég veit að ég er alltaf að segja Mind Boggled en Mind Boggled! Inga Dóra sem er framkvæmdarstýra kvennastarfs Sameinuðu þjóðanna á Íslandi vinnur líka fyrir Nató, sem kynjasérfræðingur. Kannski ræður ykkar heili alveg við þetta en minn gerir það alls ekki. Ég ætla ekkert að vera að þreyta ykkur með upptalningum á tölum um konur sem Nató hefur drepið, td. í Afganistan þegar þær hafa verið að þvælast að sækja eldivið, læt duga að segja Slatti, slatti hefur verið drepinn fyrir að vera kellingar sem eru svo vitlausar að vera afganskar kellingar. (Það er kannski dauðasök, enda frámunalega heimskulegt).

Er þetta í lagi? Um helgina þegar ég las þetta í blaðinu varð ég gasalega æst og fannst þetta alls ekki í lagi. En þá var ég við upphaf Via Dolorosa og kannski full agíteruð. Svo skil ég ekki frama og framalíf. Það er eitt af því sem ég skil verst af öllu. En það sem ég skil alveg verst af öllu er þetta: Hvernig er hægt að vera að vinna fyrir samtök sem segjast ma. ætla að -að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum- og líka fyrir Nató? Má það? Er ekki eitthvað svona -code of honour- sem Sameinuðu þjóðakonu konur þurfa að starfa eftir? Ef ekki, er þá ekki bráðnauðsynlegt að slíku verði komið á? Ég gef Unicef á Íslandi pening í hverjum mánuði, reyndar alveg oggupoggu af því Reykjavíkurborg tímir ekki að borga mér nema minnstu oggupoggu laun í heimi, og mér finnst voðalega óþægilegt að hugsa til þess að einhver yfirmenneskja þar geti farið til að vinna hjá einhverjum glæpasamtökum og komið svo aftur til baka í vinnuna hjá Unicef, við að plana hvernig best er að hjálpa börnum.

Þannig að ég spyr: er -code of honour- fyrir starfsfólk hjá Sameinuðu Þjóðunum á Íslandi, sem bannar að starfsmenn samtakanna vinni einnig fyrir glæpasamtök? Eða er svo mikilvægt að næra svokallaða ævintýragirni starfsfólksins að allt annað lendir í öðru sæti?

Hér er stórgóð grein eftir mannfræðingsprófessorskall í Kanda, í henni spyr hann nokkurra spurninga, sem mér finnst að margir ættu að spyrja sjálfa sig:

The real challenge now is to question our assumptions and envision or acknowledge existing alternatives that further solidarity, collaboration, and reciprocity without the paternalism and Eurocentrism of the “white man’s burden”.

One way to proceed is by questioning why helping others should lead to work abroad. Do you really have any special skills to offer other than the ability to articulate good intentions? Has your assistance been requested by those who would presumably benefit from it? How well do you understand a different society that you can permit yourself to undertake potentially transformative action? What are your motives, and do you think the organization(s) you support, or for which you work, share the same motives? If it is a question of solidarity, is the solidarity spontaneous and one-sided, or the product of actual dialogue and mutual understanding? Why would you not choose to work at home, where presumably you are not a stranger, nor an intruder?

iii:
Félagar, þegar þið eruð spurð hvað ykkur hafi fundist um einhvern leik eða hvort þið eigið ykkur uppáhaldslið er ávallt best að svara með þessu: Hvaða leik? og Nei og ég vona að þau tapi öll.

*-Do you think I am an automaton? — a machine without feelings? and can bear to have my morsel of bread snatched from my lips, and my drop of living water dashed from my cup? Do you think, because I am poor, obscure, plain, and little, I am soulless and heartless? You think wrong! — I have as much soul as you — and full as much heart! And if God had gifted me with some beauty and much wealth, I should have made it as hard for you to leave me, as it is now for me to leave you. I am not talking to you now through the medium of custom, conventionalities, nor even of mortal flesh: it is my spirit that addresses your spirit; just as if both had passed through the grave, and we stood at God’s feet, equal — as we are!-

Jane Eyre í Jane Eyre eftir Charlotte Brönte.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s