af heilum

Eins og svo oft áður er einungis hægt að hugsa í númeruðum liðum. Eins og svo oft áður er best að hugsa sem minnst. Að hugsa lætur mann svitna og gráta. Ég hugsa ekki, þessvegna er tilveran bærileg. Ég er lifandi, þessvegna svitna ég og græt, það suðar í heilanum, mig langar að jaðarsetja hann, mig langar að segja honum að fokka sér, mig langar að segja honum að fara heim til sín, láta mig í friði, ég þoli hann ekki, hann hlýðir ekki, hann lærir ekki réttu hlutina, hann kann ekki að læka, hann kann ekki að vera með, hann heldur að hann sé eitthvað sem hann er ekki, hann er ekki til friðs. Inní honum fljúga 1000 flugur, hann er rotnandi hræið af heila og í flugunum suðar jafn hátt og í honum, hann reynir stöðugt að rísa upp, skilur ekki að hann á að liggja, fastur undir martröðum kynslóðanna, fastur á hafsbotni mannkynssögunnar, hann suðar í mér stöðugt, hann suðar um pláss, um alltof mikið pláss, allt plássið mitt.

– – – – –

Einhverntímann sagði einhver brandara um frelsi, jafnrétti, bræðralag en ég er búin að gleyma því hvernig hann var.

– – – – –

1. Um forréttindi.
Að læra um forréttindi er mjög erfitt. Forréttindi eru sett saman úr fjölmörgu en meðal annars því að þurfa ekki að læra það sem þú vilt ekki læra. Þannig að ef þú nýtur forréttinda geturðu neitað að læra um forréttindin sem þú nýtur og þannig farið um hina sammannlegu tilveru algjörlega blind á eigin forréttindi. Kannski er réttara að segja að það að kenna um forréttindi sé mjög erfitt. Sérstaklega vegna þess að þau sem reyna að kenna eru yfirleitt án forréttinda og þau sem ættu að nema hafa þau og geta af þeim sökum neitað að læra.

2. Um brandara.
Hér stendur víst: Kóraninn er algjört drasl, hann stoppar ekki kúlur.

charlie h

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi brandari birtist eftir fjöldamorðin á mótmælendum í Egyptalandi, þar sem í það minnsta eitt þúsund manneskjur vorur myrtar á Rabaa al-Adawiya torgi, af herforingjastjórninni -okkar-, slatti brenndur lifandi. Í kjölfar þessarar slátrunar fylgdu -strong condemnations- frá vestrænum leiðtogum sem vita náttúrlega best af öllum hvenær er við hæfi að -strongly condemn- og hvenær er við hæfi að  -standa öll saman- og hvenær er við hæfi að gera innrás. Friðarverðlaunahafi Nóbels, Obama, herra Múlatti eins og sumir vilja kalla hann, sagði að þetta væri allt mjög slæmt og alls ekki í lagi og -urged people to show restraint- og þing Bandaríkjanna sendi svo einn og hálfan milljarð bandaríkjadollara til herforingjastjórnarinnar, svona til að sýna hversu strong the condemnation væri. Ekkert fordæmir betur en peningur.

En hvað um það, brandarinn stendur fyrir sínu, hann er sekúlar og upplýstur og í honum er hefð, það má ekki gleymast, evrópsk hefð og enginn kann betur að grína en Evrópa; brandaraheimsálfan Evrópa, hvílík álfa, enginn er eyland en sumar álfur eru eyjur, Evrópa, þar sem aldrei hefur neitt heyrst nema hlátur og fliss, við Evrópa, við hlægjum okkur inná og útaf listum viljugra, við hlægjum okkur inní og útúr nýlendum, inní og útúr vinnubúðum, inní og útúr þrælaskipum, inní og útúr ópíumstríðum, inní og útúr þúsund ára ríkjum, inní og útúr útrýmingarbúðum, inní og útúr Kongó og Perú, inní og útúr Víetnam, inní og útúr einhverjum upplifunum um dauð, brún börn og pabba þeirra að gráta, inní og útúr pyntifangelsum. Við hlægjum þegar við grátum og það kann enginn annar í öllum heiminum, þú þarft að vera upplýst á einstakan hátt og með hefð þér í liði til að kunna þá miklu list, að sjá hvað veröldin er vond, gráta oft og mikið en kunna svo að yppta öxlum, anda djúpt og skella uppúr, svona er lífið, á eyjunni Evrópu sem flýtur alltaf ofaná, eins og aðflutt vatnalilja á kaldri tjörn, þar sem litlir fiskar synda og bíða eftir litlum mat úr litlum dollum. Frelsi til að hlægja að heimsendi á meðan þú gefur litlu fiskunum pínkulítið fiskafóður, æ litlu fiskar, ef þið bara gætuð hlegið með mér. Frelsi til að hlægja jafn hátt og Voltaire að eigin fyndna brandara: Gyðingar eru aðeins fávísir villimenn, sem hafa lengi sameinað viðurstyggilega ágirnd með fyrirlitlegri hjátrú og eru haldnir óbilandi hatri á ölllum þeim sem bæði þola þá og gera þeim kleift að auðgast. Frelsi til að segja sama brandarann aftur og aftur, í gegnum aldirnar, með örlitlum áherslubreytingum, ekki of miklum þó, frelsi til að gleyma honum og geta þessvegna alltaf sagt hann í fyrsta skipti, frelsi til að hitta fólk og segja um það brandara, sama brandarann aftur og aftur og aftur.

Nr. 3
Um heimsborgara.
Á ferðum okkar um veröldina lærðum við að hið hegemóníska narratív vestræns frjálslyndis um íslam sem stærstu ógnina við tjáningarfrelsið, er satt og rétt. Samhengið og það sem að því lýtur er aðeins innflutta ólífan í drykknum okkar, við tyggjum hana og kyngjum áður en við förum að sötra. Mikið var það gott fyrir okkur, mikið var þetta skemmtilegt ferðalag, ólífan minnir á það, husker du oliven vi fik der nede?

Nr. 4
Um mannlega tilveru.
Sama fólk, alveg nákvæmlega sama fólk og brjálaðist vegna islamófóbíu útsendara auðvaldsins, þeirra Sveinbjargar og hinnar þarna, telur sig nú mikla mannréttindafrömuði og guðs útvalda vesturlandabúa og deilir islamófóbískum myndum í miklum ham og af miklli arfleiðar upprisu. Í upprisunni þarf það ekki lengur að skilja neitt, allra síst sig sjálft. Að segja the mind boggles dugir ekki lengur, svona industrial grade hræsni þarf eitthvað sem ég á ekki til.

En hér, hér er brandari. Gleðileg vesturlönd og fyndið nýtt ár.

 

– – – – –

 

Why I am not Charlie

Beware Bigotry – Free speech and the Zapiro Cartoons

Joe Sacco: On satire

Pseudo-explanations for a massacre

Is solidarity without identity possible?

Why Charlie Hebdo attack is not about Islam

Charlie Hebdo and western liberalism

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s